Bæði grænni og mun ódýrari

„Allar spár hljóða upp á ört vaxandi þörf fyrir þjónustu ...
„Allar spár hljóða upp á ört vaxandi þörf fyrir þjónustu af þessu tagi og áætlað er að á næstu átta árum muni gagnamagn í umferð vaxa þrjátíuogfimmfalt,“ segir Eiríkur Hrafnsson um framtíðarhorfurnar. mbl.is/Sigurgeir S.

Eftir langt og strangt þróunar- og prófunarferli er tölvuský íslenska fyrirtækisins GreenQloud (www.greenqloud.com) komið af beta-stigi. Fyrstu vörur fyrirtækisins eru fullskapaðar og hafa alla burði til að sigra heiminn.

Tölvuský GreenQloud var formlega opnað í byrjun október á Demo-ráðstefnunni í Sílíkondal. „Við höfum framkvæmt prófanir í samstarfi við hundruð viðskiptavina, allt frá litlum hýsingaraðilum upp í aðila sem hýsa risastór kerfi sem þjónusta milljónir manna, yfir í viðskiptavini úr kvikmynda- og lyfjageiranum sem þurfa að framkvæma gríðarlega krefjandi útreikninga,“ segir Eiríkur Hrafnsson viðskiptaþróunarstjóri og annar stofnenda GreenQloud.

Í umfjöllun um fyrirtæki þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að í stuttu máli megi lýsa starfsemi GreenQloud þannig að fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar lausnir í skýinu, s.s. hýsingu, gagnageymslu og gagnavinnslu. Auk þess að bjóða upp á þessa vöru á mjög öruggan, notendavænan og aðgengilegan hátt byggist starfsemin líka á því að lágmarka umhverfisáhrif.

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir