Peningastefnunefnd klofnaði í afstöðu til vaxtaákvörðunar

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri og formaður Peningastefnunefndar Hörður Ægisson

Peningastefnunefnd Seðlabankans klofnaði í afstöðu sinni um vaxtaákvörðun á síðasta fundi nefndarinnar fyrir tveimur vikum. Þetta kemur fram í fundargerð sem birt hefur verið á vef Seðlabankans. Þrír nefndarmanna studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti, en tveir töldu töldu nauðsynlegt að hækka vextina um 0,25 prósentur.

Í fundargerðinni segir meðal annars að vegna hægs bata á vinnumarkaði og og minni verðbólgu sé ekki tímabært að hækka vextina. „Þrír nefndarmenn studdu tillögu seðlabankastjóra um óbreytta vexti. Töldu þeir hækkun vaxta ekki tímabæra að þessu sinni í ljósi vísbendinga um veikari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður var reiknað með, hægs bata á vinnumarkaði, minni verðbólgu og snarprar aukningar aðhaldsstigs peningastefnunnar á undanförnum mánuðum. Gengi krónunnar hefði að vísu veikst en það kæmi í framhaldi af hækkun á sumarmánuðum og óvissa væri um framhaldið. Þá taldi einn þeirra sem studdu tillögu seðlabankastjóra að of skörp vaxtahækkun hefði neikvæð framboðsáhrif sem kæmi m.a. fram í auknum föstum kostnaði fyrirtækja.“

Þeir nefndarmenn sem töldu ákjósanlegt að hækka vextina sögðu að hætta væri á veikara gengi krónunnar og að það myndi ýta undir launaskrið og ýta á verðbólguna. „Tveir nefndarmenn greiddu atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildu að vextir yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Töldu þeir hættu á að veikara gengi krónunnar yki launaþrýsting í útflutnings- og samkeppnisgreinum og þar með hættu á annarrar umferðar áhrifum á verðbólgu, þrátt fyrir að vísbendingar væru um hægari vöxt eftirspurnar. Verðbólga væri enn mikil og langtímaverðbólguvæntingar hefðu lítið breyst þrátt fyrir hagfelldari þróun verðbólgunnar að undanförnu. Æskilegt væri að halda áfram að draga úr slaka peningastefnunnar, því að ella væri hætta á að peningastefnan bregðist of seint við verðbólguþrýstingi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK