Dómur minnkar réttaróvissu

Höfuðstöðvar Fjármálaeftirlitsins.
Höfuðstöðvar Fjármálaeftirlitsins. mbl.is

Dómur Hæstaréttar um gengislán sem féll á fimmtudag minnkar enn frekar þá réttaróvissu sem upp kom í kjölfar fyrri dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012, svo sem hvaða viðmiðunardag skal nota að mati Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið telur að enn sé mörgum álitaefnum ósvarað og bindur vonir við að þau prófmál, sem samstarf lánveitenda og fulltrúa lántaka um úrvinnslu gengistryggðra lána hafa valið til að reyna á útistandandi ágreiningsefni, muni endanlega leysa úr þeirri óvissu.

Síðastliðið sumar féllu þrír dómar Hæstaréttar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að um lögmæta erlenda lánasamninga væri að ræða, nánar tiltekið Hrd. 7. júní 2012 (524/2011), Hrd. 11. júní 2012 (332/2012) og Hrd. 15. júní 2012 (3/2012). Fjármálaeftirlitið telur að fordæmisgildi þeirra kunni að vera töluvert og er það því mat eftirlitsins að möguleg viðbótaráhrif lækki úr 95 ma. kr. í 55 ma. kr. Heildaráhrifin gætu því að hámarki orðið 125 ma. kr. í stað 165 ma. kr. áður.

Tilkynning frá Fjármálaeftirlitinu í heild:

Vegna nýlegra dóma Hæstaréttar í gengismálum, nú síðast 18. október, telur Fjármálaeftirlitið rétt að koma eftirfarandi á framfæri:

Dómur Hæstaréttar í máli nr. 464/2012, sem féll þann 18. október, minnkar enn frekar þá réttaróvissu sem upp kom í kjölfar fyrri dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012, svo sem hvaða viðmiðunardag skal nota, í hvaða tilvikum getur talist vera um aðstöðumun að ræða og hvort horfa beri á einstakar greiðslur eða heildargreiðslu við endurreikning.

Niðurstaða dómsins varðandi þessi álitaefni er í samræmi við aðferðafræði Fjármálaeftirlitsins við mat á hugsanlegum áhrifum dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar 2012 miðað við þær kröfur sem hafðar voru uppi í málinu. Dómurinn hefur ekki áhrif til hækkunar á mati Fjármálaeftirlitsins en mögulega til lækkunar verði endanleg aðferðafræði við endurreikning í samræmi við niðurstöðu hans.   

Í fyrra mati Fjármálaeftirlitsins á áhrifum dóms Hæstaréttar Íslands frá 15. febrúar 2012 í máli nr. 600/2011 kom fram að fjármálafyrirtæki hefðu þegar lagt til hliðar í ársreikningum fyrir árið 2011 rúma 70 milljarða vegna dómsins. Því til viðbótar voru möguleg áhrif af því að önnur lán fjármálafyrirtækja yrðu dæmd ólögmæt að hámarki talin geta orðið 95 milljarðar. Mat Fjármálaeftirlitsins var því að heildaráhrifin gætu að hámarki orðið 165 milljarðar.

Síðastliðið sumar féllu þrír dómar Hæstaréttar þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að um lögmæta erlenda lánasamninga væri að ræða, nánar tiltekið Hrd. 7. júní 2012 (524/2011), Hrd. 11. júní 2012 (332/2012) og Hrd. 15. júní 2012 (3/2012). Fjármálaeftirlitið telur að fordæmisgildi þeirra kunni að vera töluvert og er það því mat eftirlitsins að möguleg viðbótaráhrif lækki úr 95 ma. kr. í 55 ma. kr. Heildaráhrifin gætu því að hámarki orðið 125 ma. kr. í stað 165 ma. kr. áður.

Fjármálaeftirlitið telur að enn sé mörgum álitaefnum ósvarað og bindur vonir við að þau prófmál, sem samstarf lánveitenda og fulltrúa lántaka um úrvinnslu gengistryggðra lána hafa valið til að reyna á útistandandi ágreiningsefni, muni endanlega leysa úr þeirri óvissu.

Fjármálaeftirlitið ítrekar tilmæli sín frá 1. mars 2012 er vörðuðu innheimtu fjármálafyrirtækja á ólögmætum gengistryggðum lánum, samanber hér.

Fyrra mat eftirlitsins er að finna hér.

Fjármálaeftirlitið mun eftir sem áður fylgjast grannt með þróun þessara mála á næstu misserum, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK