Metan hefur hækkað um 70% síðan 2009

Metanbíll
Metanbíll Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Verð á metaneldsneyti hefur hækkað úr 88 krónum í byrjun árs 2009 upp í 149 krónur sem það er selt á í dag. Þetta gerir um 70% verðhækkun á tæplega 4 árum. Á sama tíma hefur bensín hækkað um 80%, eins og mbl.is greindi frá nýlega.

Á þessu ári hefur verðið tvisvar verið hækkað, bæði í febrúar og júlí. Á þeim tíma hefur það hækkað um 23 krónur, sem er svipuð krónutöluhækkun og hefur verið á bensíni á sama tíma. Samkvæmt heimasíðunni Metan hf., sem er í eigu Sorpu, þá er einn rúmmetri af 100% hreinu metani jafngildi um 1,12 lítra af 95 oktana bensíni. Hreinleiki íslenska metansins er allt að 98% og því er orkuinnhald þess heldur meira en sem nemur einum lítra af 95 oktana bensíni.

Í byrjun árs 2009 var verðmunur á bensíni og metani um 62% en í dag er hann orðinn um 72%. Þess ber þó að geta að metanið kom á markað árið 2007 og hækkaði ekkert það ár, né árið 2008. Á sama tímabili hafði bensínverð hækkað um 10% hérlendis.

Við síðustu hækkun sagði Björn Halldórsson, framkvæmdastjóri Metans hf. og Sorpu bs. í samtali við Morgunblaðið að hækkunin ætti rætur að rekja til aukinnar eftirspurnar eftir metani. „Eftirspurnin er orðin það mikil að við þurfum að auka fjárfestingu til þess að anna henni“, en Sorpa samdi fyrr í sumar við bæði Olís og Metanorku um sölu á metani, en hingað til hefur N1 verið eini söluaðilinn. Þessu hafi Sorpa þurft að bregðast við með auknum tækjabúnaði og sé hækkunin til að fjármagna þær breytingar.

Þróun bensín- og metanverðs
Þróun bensín- og metanverðs mbl.is
Efnisorð: bensínverð metan
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK