„Nánast engin röskun hjá farþegum“

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við höfum svona verið að smá „flörta“ í svolítinn tíma en raunverulegar viðræður hófust í rauninni ekki fyrr en fyrir viku þannig að þetta gerðist mjög hratt þegar við fórum að spjalla af einhverri alvöru,“ sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air um kaup félagsins á rekstri Iceland Express sem upplýst var um í dag.

„Það mun nánast engin röskun verða hjá neinum farþegum við þessa yfirtöku og við ætlum okkur að sjálfsögðu að þjónusta þá í einu og öllu,“ sagði Skúli.

Fram hefur komið að WOW air verði með fjórar vélar í sinni þjónustu frá og með næsta vori. Skúli segir að framboðið verði væntanlega aðeins minna en hefði verið í tveimur félögum, en að það sé hluti af hagræðingunni.

Skúli segir kaup WOW air fjármögnuð með auknu hlutafjárframlagi til félagsins. Hann segir að á næstunni verði farið í gegnum starfsmannamálin og því ferli flýtt eins og kostur er. Rætt verði við alla starfsmenn Iceland Express.

„En ég hreinlega veit ekki nákvæmlega hvernig eða hverjir það verða sem koma yfir, en hinsvegar tel ég mikinn feng í því að geta núna rætt við starfsfólk Iceland Express. Þau unnu frábært starf á mörgum vígstöðvum og þarna er mikil reynsla og þekking,“ sagði Skúli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK