Atvinnuleysi eykst á evrusvæðinu

Efnahagsástandinu á Spáni mótmælt.
Efnahagsástandinu á Spáni mótmælt. AFP

Atvinnuleysi á evrusvæðinu náði nýjum hæðum í september samkvæmt tölum frá hagstofu Evrópusambandsins Eurostat. Samkvæmt þeim er atvinnuleysið á svæðinu nú 11,6% og hækkaði samkvæmt því um 0,1% frá mánuðinum á undan.

Þetta þýðir að um 18,5 milljónir manna séu án atvinnu í ríkjum evrusvæðisins en voru rúmlega 18,3 milljónir í ágúst. Mesta atvinnuleysið mældist á Spáni eða 25,8% en minnst í Austurríki þar sem það var 4,4%.

Ef horft er til Evrópusambandsins í heild, það er bæði þeirra ríkja sambandsins sem eru hluti evrusvæðisins og þeirra sem eru það ekki, voru rúmlega 25,7 milljónir manna án atvinnu í september.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK