Telja framkvæmdir í Helguvík tefjast

Vinna við byggingu álvers Norðuráls í Helguvík heldur áfram í …
Vinna við byggingu álvers Norðuráls í Helguvík heldur áfram í hægagangi á meðan ekki hefur verið greitt úr öllum flækjum sem tafið hafa undirbúning og framkvæmdir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er ekki gert ráð fyrir að álver í Helguvík komi til framkvæmda fyrr en árið 2014, en það ár spáir Hagstofan að fjárfesting aukist um 19,7%. Sýn Hagstofunnar á fjárfestingar er talsvert frábrugðin öðrum hagspám sem birtar hafa verið í núna í haust, en þær gera ráð fyrir að framkvæmdir við fyrsta áfanga Helguvíkur hefjist strax á næsta ári.

Af þessum sökum gerir Hagstofan ráð fyrir minni hagvexti á næsta ári að því er fram kemur í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Segir jafnfram að munurinn liggi að stærstum hluti í mismunandi sýn á þessar framkvæmdir. Greiningardeildin gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði 3,4% á næsta ári en Hagstofan spáir, eins og fyrr segir, 2,5% vexti. 

Hagstofan spáir því að vöxtur einkaneyslu haldi áfram og gerir ráð fyrir að einkaneyslan aukist um 3,5% á þessu ári, sem er aðeins meiri vöxtur en gert var ráð fyrir í síðustu spá þegar talið var að vöxturinn yrði 3,2%. Það er þó ekki vegna þess að vænst sé meiri einkaneyslu í ár en áður, heldur er ástæðan sú að einkaneyslutölur fyrir síðasta ár voru lækkaðar í nýjustu þjóðhagsreikningum stofnunarinnar. 

Samkvæmt spánni verður hagvöxtur 2,7% á þessu ári  og 2,5% árið 2013. Hóflegur hagvöxtur mun svo halda áfram út spátímabilið og spáir Hagstofan að landsframleiðslan muni aukast um 2,9% árið 2014.  Þetta eru svipaðar horfur og Hagstofan gerði ráð fyrir í síðustu spá sinni sem birt var í byrjun júlí síðastliðnum, en þó er lítillega dregið úr spáðum vexti í ár og næsta ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK