Íslensku markaðsverðlaunin afhent

Íslensku markaðsverðlaunin voru afhent af forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn á Hilton Reykjavík Nordica. Er þetta í 22. skiptið sem ÍMARK veitir íslensku markaðsverðlaunin þeim fyrirtækjum sem sannað þykir að hafi náð sýnilegum árangri með faglegu markaðsstarfi. 

Í ár var Marel valið Markaðsfyrirtæki ársins 2012 en auk Marels voru Mjólkursamsalan og Ölgerðin tilnefnd til verðlaunanna. Í nýjasta þætti Alkemistans lítur Viðar Garðarsson inn á verðlaunaafhendinguna og ræðir við Ingólf Örn Guðmundsson, framkvæmdastjóra markaðssviðs Marels.

Marel þarf vart að kynna fyrir íslenskri þjóð þó svo að aðeins lítill hluti starfseminnar fari fram hér á landi. Mörg okkar hafa fengið tækifæri til að fylgjast með vexti og viðgangi þessa fyrirtækis en Marel starfrækir nú skrifstofur í 30 löndum og er með umboðsmenn í yfir 100 löndum.

 Markaðsstefna fyrirtækisins tekur tillit til margra þátta svo sem eins og breyttrar neytendahegðunar, breytinga á neyslumynstri, þróunar matvælaframleiðslu á ólíkum mörkuðum, samkeppni, þarfa viðskiptavina, hagsmuna starfsmanna og annarra hagsmunahópa.



Til að fylgja þessu eftir er Marel með 53 manna markaðsteymi sem starfar á 25 stöðum um allan heim. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa en fyrirtækið er númer eitt á öllum helstu mörkuðum sem það starfar á. Það sem hefur hjálpað einna helst til við að ná þessum árangri er sterkt og vel skipulagt markaðsstarf fyrirtækisins. Marel er vel að þessum verðlaunum komið. 

Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri Nova, var við sama tækifæri valin Markaðsmaður ársins 2012, en rætt verður við hana í þættinum síðar í mánuðinum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK