Spá 5% hækkun íbúðaverðs á ári

Seðlabankinn telur að húsnæðisverð muni hækka um 5% á ári …
Seðlabankinn telur að húsnæðisverð muni hækka um 5% á ári næstu 3 árin. Ómar Óskarsson

Seðlabankinn spáir því að íbúðaverð hækki að meðaltali um 5% að nafnverði á ári næstu þrjú árin. Miðað við verðbólguspá bankans reiknar hann með að raunverð íbúðarhúsnæðis muni hækka um ríflega 2% á ári á tímabilinu. Verðhækkun íbúðarhúsnæðis mun samkvæmt spá bankans einnig verða lítillega umfram byggingarkostnað en aðeins minni en hækkun ráðstöfunartekna. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka.

Reiknar Seðlabankinn þar með að raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis haldi áfram en á þann kvarða hefur íbúðaverð hækkað um 5% frá því að það var hvað lægst undir árslok 2010. Hefur greiningardeildin þetta eftir efnahagsspá Seðlabankans sem birt var fyrr í þessari viku.

Nokkur umræða hefur verið um að bóla á íbúðamarkaði gæti myndast innan gjaldeyrishaftanna, en greiningardeildin segist engin merki sjá um slíkt. Verðhækkanir undanfarið hafi verið í takt við undirliggjandi efnahagslega þætti. Telur hún að talsverð þörf hafi safnast upp eftir húsnæði að undanförnu sem muni styðja við frekari íbúðaverðshækkun á næstu árum.

Við greiningu á eignabólum á íbúðamarkaði segir greiningardeildin að athyglisvert sé að skoða tvö atriði. Í fyrsta lagi sögulega þróun á raunverði íbúðarhúsnæðis og í öðru lagi þróun verðs m.v. byggingarkostnað að viðbættu lóðarverði. Hún segist ekki sjá merki um slíkt og því verði ekki séð að um bólueinkenni sé að ræða, en byggingarkostnaður að viðbættu lóðarverði er nú nánast á pari við íbúðarverð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK