Forstjóri Fjarðaáls einn fremsti kvenstjórnandi ársins

Janne Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaráls.
Janne Sigurðsson forstjóri Alcoa Fjarðaráls. mbl.is

Janne Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, hlaut nýlega Stevie-gullverðlaunin sem forstjóri ársins í hópi kvenna í atvinnurekstri í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku. Verðlaunaafhendingin fór fram í New York fyrr í mánuðinum. 

Í tilkynningu frá Alcoa Fjarðaáli segir að Janne hafi hlotið verðlaunin fyrir þátttöku í uppbyggingu, eflingu og rekstri álvers Alcoa við Reyðarfjörð á þeim sex árum sem liðin eru frá því að hún gekk til liðs við Alcoa. Á þessum tíma hefur hún stjórnað mikilvægum umbótaverkefnum, lagt sig fram um að skapa öruggt vinnuumhverfi í álverinu og náð miklum árangri í að auka starfsánægju í fyrirtækinu. Hún hefur einnig tekið virkan þátt í að byggja upp samfélagið á Austurlandi. 

Stevie-verðlaunin eru alþjóðleg verðlaun sem veitt eru árlega þeim sem skara fram úr í stjórnun stofnana og fyrirtækja um allan heim. Rúmlega 200 stjórnendur sátu í dómnefndinni sem valdi Stevie gull-, silfur- og bronsverðlaunahafa ársins í ýmsum flokkum. 

„Þær konur sem hlutu Stevie-viðurkenningarnar í ár eru einstakar afrekskonur. Þetta er tilkomumesti hópur sem við höfum séð frá upphafi. Velgengni þeirra er hvatning fyrir aðrar konur um allan heim sem vilja koma á stofn og reka fyrirtæki, og láta til sín taka í atvinnulífinu,“ er haft eftir Michael Gallagher, formanni og stofnanda Stevie Awards.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK