Mesta atvinnuleysi frá upphafi mælinga

Mikil reiði er meðal almennings á Ítalíu og hefur oftar …
Mikil reiði er meðal almennings á Ítalíu og hefur oftar en einu sinni skorist í odda milli lögreglu og mótmælenda vegna efnahagsástandsins í landinu. AFP

Atvinnuleysi mældist 11,1% á Ítalíu í október og hefur aldrei verið jafnmikið frá því mælingar hófust í janúar 2004, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Ítalíu.

Mælist atvinnuleysið í október 0,3% meiri en í september og 2,3% meira en í október í fyrra.

Er þetta hærra hlutfall en spáð hafði verið en sérfræðingar Intesa Sanpaolo-bankans höfðu til að mynda spáð því að atvinnuleysið myndi mælast 10,9%. Útlit er fyrir að atvinnuleysi muni áfram mælast mikið á Ítalíu.

Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 15-24 ára er 36,5% sem er 5,8% aukning á milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK