OZ kynnir nýja tækni til að dreifa háskerpusjónvarpsefni

Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, kynnti nýja vöru sem hann ...
Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, kynnti nýja vöru sem hann hefur unnið að í tæp þrjú ár. mbl.is/Golli

Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi OZ, svipti hulunni af nýrri tækni til að streyma sjónvarpsefni yfir netið fyrir fullum sal í Kaldalóni í Hörpunni á þriðjudaginn.

Hann segir í samtali í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag að það styttist í markaðssókn til Norðurlandanna.

Hópur sem taki að sér að prófa tæknina, svokölluð betaprófun, verði stækkaður tvisvar fyrir jól og svo verulega eftir áramót, í framhaldi af því eigi að bjóða þjónustuna til sölu á Norðurlöndum. En tæknin virkar samt sem áður um allan heim. Þessar prófanir gefa fyrirtækinu færi á að bæta vöruna áður en hún fer í almenna sölu.

OZ hefur þróað nýja aðferðafræði við að dreifa sjónvarpsútsendingu í háskerpu á netinu. Fólk nýtir eftir sem áður sitt sjónvarp til að horfa á efnið. Dreifing er sögð hagkvæm.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir