Íhuga að slá billjón dollara mynt

Mynt.
Mynt. AFP

Repúblikanar hyggjast leggja fram frumvarp sem gerir það ólöglegt að slá verðmæta mynt til þess eins að lækka skuldir ríkissjóðs. Er um þetta rætt sökum hugmynda þess efnis að fjármálaráðuneytið bandaríska slái billjón dollara mynt (e. trillion dollars).

Hugmyndin um billjón dollara mynt er ekki ný af nálinni og kom einnig fram árið 2011. Margir hafa gagnrýnt hana og segja demókrata nota hana til þess eins að hóta repúblikönum vegna skuldaþaksins.

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þó raunar seint í síðasta mánuði að fjármálaráðuneytið muni grípa til óvenjulegra aðgerða til að fresta því að Bandaríkin geti ekki staðið í skilum og greitt sínar skuldir. Hann nefndi þó ekki myntina.

Ekkert virðist standa í vegi fyrir því að slík mynt verði sleginn, þ.e. lagalega. Hún yrði úr hvítagulli og má fjármálaráðuneytið bandaríska alfarið ráða hversu verðmæt hún verði. Myntin yrði svo geymd í fjárhirslum bandaríska seðlabankans.

Gagnrýnendur hafa talað um bókhaldsbrellu og aðrir halda því fram að hugmyndin gangi gegn stjórnarskránni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK