Segja Seðlabankann leika hlutverk árstíðasveiflujafnara

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Hugsanlegt er að Seðlabankinn verði árstíðasveiflujafnari á gjaldeyrismarkaði þar sem hann verður stórtækur í kaupum yfir sumartímann þegar gjaldeyrisinnflæði er sem mest, en stöðvi kaupin eða selji jafnvel gjaldeyri á veturna þegar krónan á erfiðara uppdráttar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. 

Er þar sagt frá tilkynningu Seðlabankans þess efnis að hann muni gera ótímabundið hlé á vikulegum gjaldeyriskaupum sínum á markaði. Gjaldeyriskaup bankans höfðu fram að því numið þremur milljónum evra í viku hverri frá því að þau voru tvöfölduð að áliðnu sumri í fyrra. 

Seðlabankinn sagði í fyrrnefndri tilkynningu að nauðsynlegt væri að kaupa nægan gjaldeyri um leið og aðstæður leyfðu til að standa við vaxtagreiðslu vegna erlendra skulda ríkissjóðs. Námu skuldirnar 429 milljörðum í nóvemberlok og er gert ráð fyrir 17 til 20 milljarða króna vaxtagreiðslum á árinu. Leggur bankinn áherslu á að óskuldsettur gjaldeyrisforði aukist til lengri tíma, en í dag er hann nánast að fullu skuldsettur.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK