Katrín vill endurskoða skattkerfið

Katrín Júlíusdóttir á skattadegi Deloitte í morgun
Katrín Júlíusdóttir á skattadegi Deloitte í morgun Þorsteinn Ásgrímsson

Á næstunni verður skipuð nefnd sem mun fara yfir nýlegar skattabreytingar og skattkerfið í heild. Markmiðið verður að einfalda kerfið, en Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, sagði á skattadegi Deloitte að mikið hafi verið um breytingar og hækkanir í tíð þessarar ríkisstjórnar.

Taldi hún að nú væri komið að þeim tímapunkti að horft væri til þess að endurskoða þessar breytingar með það fyrir augum að gera Ísland samkeppnishæfara. Hún lagði þó áherslu á að slíkar breytingar ætti aðeins að gera af mikilli ábyrgð og að hafa það fyrir augum að halda stöðugleika.

Á síðustu árum hafa yfirvöld eytt miklum tíma í að koma frumjöfnuði réttu megin við núllið og Katrín segir að nú sé að koma að því að það náist. Það þýðir að ekki er verið að safna skuldum lengur, heldur er  tækifæri á að greiða þær niður. Við slík skilyrði segir hún að endurskoða megi kerfið út frá breyttum forsendum frá því þegar skattar voru hækkaðir.

Katrín sagði þó af og frá að segja að Ísland væri aftarlega á merinni þegar kæmi að stöðu hagkerfisins og samkeppnishæfni þess fyrir fyrirtæki. Benti hún meðal annars til könnunar Alþjóðabankans þar sem Ísland sé í 14 sæti af 185 þegar horft er til samkeppnishæfni og því sé Ísland að spila í úrvalsdeildinni og sé ekki í fallhættu, heldur spili fyrir miðri deild.

Meðal annarra verkefna sem Katrín sagði að væru til vinnslu í fjármálaráðuneytinu er að á næstunni verði sent til kynningar hjá ESA frumvarp til laga sem heimila skattalega hvata fyrir einstaklinga til að fjárfesta í litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Segir að eftir slíku hafi lengi verið beðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK