Málning lagði skuldlaus inn í kreppuna og á 60 ára afmæli

Baldvin Valdimarsson og Hjörtur Bergstað stjórna Málningu.
Baldvin Valdimarsson og Hjörtur Bergstað stjórna Málningu. mbl.is/Ómar

Málning fagnaði 60 ára afmæli í gær. Fyrirtækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar – þótt margir fjárfestar hafi rennt til þess hýru auga í uppsveiflunni.

Miklar breytingar hafa átt sér stað í málningariðnaðinum á Íslandi. Um aldamótin voru hér fjórar málningarverksmiðjur en nú er Málning sú eina og notar alfarið eigin uppskriftir við framleiðsluna.

Þessu fylgir vitaskuld að starfsmönnum í greininni hefur fækkað eða yfir 100 á umræddu tímabili. Mörg þessara starfa hafa raunar flust til Danmerkur eftir að danska fyrirtækið Flugger yfirtók Hörpu Sjöfn og skipamálningarhluta Slippfélagsins og lagði niður framleiðsluna hér á landi. Í umfjöllun um fyrirtækið á þessum tímamótum í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur meðal annars fram, að Málning er með um 50 starfsmenn sem er álíka mikið og fyrir tíu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK