Spá 3,5% olíuverðslækkun á árinu

Seðlabankinn spáir því að olíuverð muni lækka um 3,5% á …
Seðlabankinn spáir því að olíuverð muni lækka um 3,5% á þessu ári. Þá gerir bankinn ráð fyrir að verð sjávarafurða lækki einnig. AFP

Seðlabanki Íslands spáir því að olíuverð muni lækka um 3,5% á þessu ári. Þá gerir bankinn ráð fyrir að verðlag helstu útflutningsafurða Íslands verði lakara á þessu ári en gert var ráð fyrir í síðustu spá Peningamála bankans. Útlit er fyrir að álverð í Bandaríkjunum muni hækka um 5% á árinu, en það er nokkuð minna en upphafleg spá sem hljóðaði upp á 8%. 

Áætlað er að verð á botnfiskafurðum lækki talsvert á þessu ári. Hins vegar er áfram útlit fyrir nokkra verðhækkun á helstu afurðum uppsjávarfisks, þannig að verð á sjávarafurðum í erlendri mynt lækki í heild um 1,8% á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK