Efnahagslægðin dýpkar á evru-svæðinu

AFP

Samdrátturinn á evru-svæðinu dýpkaði töluvert á fjórða ársfjórðungi er hann fór úr 0,1% á þriðja ársfjórðungi í 0,6% á fjórða ársfjórðungi.

Þetta kemur fram í nýjum hagtölum. Þar kemur fram að samdrátturinn hafi verið 0,2% á öðrum ársfjórðungi og hefur samdráttarskeiðið því staðið yfir í þrjá ársfjórðunga eða níu mánuði.

Ef fjórði ársfjórðungur 2012 er borinn saman við sama tímabil 2011 er samdrátturinn milli ára 0,9%.

Í þeim 27 ríkjum sem mynda Evrópusambandið er samdrátturinn að meðaltali 0,5% á fjórða ársfjórðungi en hagvöxturinn mældist 0,1% á þriðja ársfjórðungi.

Á síðasta ári var samdrátturinn 0,5% á evru-svæðinu og 0,3% í ríkjum ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK