Már sér ekki fram á fljótandi krónu aftur

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri mbl.is/Ómar Óskarsson

Már Guðmundsson seðlabankastjóri telur nær ómögulegt fyrir litlar þjóðir að halda í sjálfstæða fljótandi mynt. Í viðtali við Bloomberg-fréttaveituna segir Már að til þess að geta látið krónuna fljóta geti þurft að koma til annarra aðgerða sem séu ekki endilega áhugaverðar. „Við höfum sagt að Ísland geti verið með krónuna, en þá þurfi að gera hitt og þetta,“ segir Már í viðtalinu og bætir við að „það megi vel vera að okkur líki ekki vel við þær ráðstafanir sem við myndum þurfa að gera. Þá þurfum við að huga að öðrum leiðum. Aðrar leiðir eins og að ganga í stærra myntsamstarf“.

Í fréttinni er haft eftir Anders Svendsen, aðalhagfræðingi Noreda bankans í Kaupmannahöfn, að ókostir evrusamstarfs geti vegið þyngra til lengri tíma en kostirnir til skamms tíma. Segir hann sérstaklega varhugavert að tengjast evrunni núna þegar hagkerfið er enn langt frá jafnvægi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK