Hafist handa við hótel á Siglufirði

Gert er ráð fyrir að Hótel Sunna muni líta svona …
Gert er ráð fyrir að Hótel Sunna muni líta svona út þegar það verður fullbyggt. mynd/raudka.is

Framkvæmdir við byggingu Hótels Sunnu við smábátahöfnina á Siglufirði hófust formlega í gær, en þá var fyrsta skóflustungan tekin fyrir  undirstöður hússins. Það var hún Sigríður María Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri Rauðku ehf., sem mundaði vélskófluna og hóf verkið. Fyrirtækið á fyrir veitingahúsið Hannes Boy, Kaffi Rauðku og Bláa húsið, en þau setja nokkuð sterkan svip á bæinn með björtum litum húsanna.

Í samtali við mbl.is segir Sigríður að það hafi lengi verið hugað að því að fara út í þessar framkvæmdir, enda telur hún aukið gistipláss vera undirstöðu aukins ferðamannastraumas. „Við vonumst til þess að þetta hleypi enn meira lífi í bæinn og muni laða fleiri ferðamenn hingað, en aukið gistipláss er eitt af því sem við teljum að hafi vantað til að byggja þann geira betur upp,“ segir Sigríður.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að taka hótelið í notkun á árunum 2015 til 2016, en það mun verða 64 herbergja. Hönnun þess hefur vakið nokkra athygli, en Sigríður segir að hann muni vonandi falla vel að svip bæjarins.

Bás hf. mun á næstu vikum vinna við uppfyllingu undir hótelið. Stórgrýti er tekið úr grjótnámu sem er út með firðinum og flutt með stórum bílum niður að smábátahöfninni og byggð úr því uppfylling fram í sjóinn, undir hótelið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK