Ójöfn staða vegna afskrifta

Höfuðstöðvar Nýherja.
Höfuðstöðvar Nýherja.

„Helstu keppinautar félagsins fengu margra milljarða króna lán afskrifuð. Öllum virðist nákvæmlega sama um það að félög sem eyddu stórfé í það að styrkja stöðu sína fyrir hrun, peningum sem bankarnir þurftu að afskrifa, eiga nú fúlgur fjár til þess að beita í samkeppninni.“

Þetta sagði Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja, í ræðu á aðalfundi félagsins í gær, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag.

Spurður hvaða félög hann eigi við nefnir Benedikt að félagið Teymi hafi fengið 30 milljarða króna afskrifaða, skuldirnar hafi verið færðar úr 43 milljörðum niður í 13 milljarða króna. Undir Teymi hafi m.a. heyrt Vodafone og ýmis tölvufyrirtæki sem samanlagt skulduðu þessa upphæð. Teymi hafi síðan verið skipt niður í Skýrr og Vodafone, nú Advania og Vodafone, og njóti sem aðskilin félög hinna miklu afskrifta. Áður hafi Teymi heitið Dagsbrún og um tíma Kögun.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir