Gengi pundsins lækkar

mbl.is

Gengi sterlingspundsins lækkaði á mörkuðum í Asíu í morgun. Búist er við að það sama gerist á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu í dag. Þessi lækkun endurspegla viðbrögð markaða við ákvörðun Moody's á föstudaginn að lækka lánshæfiseinkunn Bretlands úr AAA í AA.

Lækkunin í dag þýðir að pundið hefur ekki verið lægra gagnvart dollar í 31 mánuð og í 16 mánuði gagnvart evru.

Breski Verkamannaflokkurinn hefur sagt að lækkunin lánshæfiseinkunnar Bretlands sýni að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar sé misheppnuð. Flokkurinn minnir á að George Osborne fjármálaráðherra hafi sjálfur sagt árið 2010 að meta ætti árangur efnahagsstefnunnar út frá lánshæfiseinkunn landsins.

Talsmenn ríkisstjórnar Bretlands leggja áherslu á að ástæðan fyrir því að ekki hafi dregið eins mikið úr skuldasöfnun Bretlands eins og stefnt hafi verið að sé niðursveifla í efnahagslífi Evrópu og raunar alls heimsins. Viðbrögðin við þessu eigi að vera að halda áfram á sömu braut, en ekki að auka lántökur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK