Ríkisframlag eða aðhaldsaðgerðir framundan

Íslandspóstur.
Íslandspóstur.

Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts á árinu 2013 að fjárhæð 53 milljónir króna og var  hagnaður fyrir skatta og afskriftir (EBITDA) um 485 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,8 milljörðum króna og jukust um 3,4% frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,9 milljarðar króna í árslok 2012 og eigið fé nam 2,5 milljörðum króna. Í fyrra nam tap Íslandspósts 144 milljónum og því er um tæplega 200 milljóna viðsnúning að ræða milli ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Segir þar að árið 2012 hafi verið ár mikilla breytinga hjá fyrirtækinu. Innleiðing á nýju dreifikerfi bréfa kom að fullu til framkvæmda og nýir skilmálar fyrir bréfasendingar, þróun nýrra viðskiptalausna og aukin hagræðing með fjárfestingu í nýjum vélbúnaði og endurbótum á húsnæði er meðal þess sem hæst bar í rekstri fyrirtækisins á árinu.

Þrátt fyrir mikinn viðsnúning þá náði hagnaður ársins ekki þeim markmiðum sem lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunar, en það má einkum rekja til þess, að hækkun verðskrár fyrir bréf í einkarétti var ekki samþykkt að því marki, sem Íslandspóstur gerði tillögu um, og hækkunin kom til framkvæmda fjórum mánuðum seinna en ráð var fyrir gert í fjárhagsáætlun.

Beint ríkisframlag eða heimild til aðhaldsaðgerða

Frá árinu 2006 hefur orðið 37% fækkun bréfasendinga, en á næstu 6 árum gerir Íslandspóstur ráð fyrir að samdrátturinn haldi áfram og verði um 22%. Við það bætist afnám einkaréttar sem mun líklega draga úr rekstrartekjum um allt að 1300 milljónir.

Íslandspóstur segir í tilkynningunni að til að bregðast við því tekjutapi þurfi ríkið að bregðast við með að heimila frekari aðhaldsaðgerðir, svo sem færri dreifidaga, eða fjármagna beint óbreytt þjónustustig. „Til að mæta þeim samdrætti þurfa stjórnvöld annað hvort að fjármagna óbreytt þjónustustig eða að heimila Íslandspósti að hagræða og aðlaga verðskrár á móti tekjutapi.  Þar er að fjölmörgum atriðum að hyggja.  Má þar m.a nefna reglur um fjölda dreifingardaga, staðsetningu póstkassa, setningu og eftirfylgni reglna um staðsetningu og merkingu póstlúga, greiðslur fyrir óarðbæra þjónustuskyldu, reglur um verðlagningu og rýmri heimildir til að tryggja skjótari ákvarðanir varðandi staðsetningu pósthúsa og verðlagningu einkaréttarbréfa svo nokkuð sé nefnt.“

Efnisorð: Íslandspóstur
mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK