Markmiðið ekki að keppa niður á við í verði

Íslendingar þurfa að horfa á gæðin umfram lágt verð þegar kemur að ferðamannageiranum. Þetta segir Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, í þættinum Viðskipti með Sigurði Má.

Hún segir að mikil þróun hafi átt sér stað á þessum vettvangi hér á landi og nefnir 30% fjölgun ferðamanna yfir helstu vetrarmánuðina. Aukinn áhugi á vetrarferðum hingað til lands skapar þó einnig aukinn áhuga á ferðum um sumarið að sögn Ólafar. Því þurfi að huga vel að þjónustuframboðinu og því hvernig Íslendingar ætli sér að byggja ferðamannageirann upp hérlendis til framtíðar.

„Okkar markmið er ekki að keppa niður á við í verði heldur upp á við í gæðum og viðbótarupplifun gesta“ segir Ólöf og bætir við: „Okkur langar ekki endilega að fjölgun ferðamenna verði óheft. Okkur langar til að hér skapist stöðug atvinnugrein sem skapar góð störf og skapar duglegu fólki góðar tekjur og það er endamarkmiðið í stað þess að horfa á höfðatöluna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK