Bankastjórar í 5 mánaða fangelsi

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fyrrverandi framkvæmdastjórar EBH bankans og Sparekassen Himmerland í Danmörku voru í dag dæmdir í 5 mánaða fangelsi fyrir markaðsmisnotkun fyrir að hafa haldið verði bréfa bankanna tveggja uppi á fölskum forsendum. Þrír starfsmenn bankanna fengu einnig fangelsisdóma.

Sparekassen Himmerland var auk þess dæmdur til að greiða 5 milljónir danskra króna í sekt. Upphaf svikanna má rekja til leynilegs samkomulags sem Svend Jørgensen bankastjóri Sparekassen og Finn Strier Poulsen bankastjóri EBH gerðu með sér sumarið 2008, að sögn Politiken.

Þeir neituðu báðir sök og það sama gerðu þrír starfsmenn bankanna, sem hver um sig var í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi. Refsingarnar eru nokkuð lægri en saksóknari fór fram á því krafist var 14-18 mánaða fangelsisvistar yfir bankastjórunum og 10 milljóna króna sektargreiðslu.

Politiken hefur eftir danska fjármálaeftirlitinu að máli sé einstakt því svo stórt dæmi um markaðsmisnotkun hafi ekki áður komið upp. Tilgangur markaðsmisnotkunarinnar var meðal annars að halda bréfum Sparekassen Himmerland yfir genginu 600, en forstjóri bankans átti að fá 19 milljónir danskra króna í vasann árið 2010 ef það gengi eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK