Frumkvöðlar í Smáralindinni

Ungir frumkvöðlar í framhaldsskólum landsins höfðu í nógu að snúast í dag við að setja upp Vörumessu í Smáralindinni. Þar voru þátttakendur úr Fyrirtækjasmiðjunni, sem Junior Achievement stendur fyrir, að koma fyrir afrakstri af fyrirtækjarekstri síðustu vikna 

Um 240 einstaklingar í 30 fyrirtækjum koma að Vörumessunni, en þar verða verkefnin bæði kynnt og hægt verður að kaupa vörurnar sjálfar. Eins og undanfarin 11 ár eru verkefnin fjölbreytt og úr mismunandi áttum. Meðal annars mátti finna handunna skartgripi, farsímatöskur, símahillu, ostabakka og forvarnarverkefni í Smáralindinni í dag. 

Í lok Fyrirtækjasmiðjunnar verður einn sigurvegari valinn, en það fyrirtæki hefur möguleika á að fara í alþjóðlega lokakeppni sem haldin verður í London seinna á árinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK