Verktaki reisir átta einbýlishús í Kópavogi

Sigurður Gunnarsson, eigandi S.G. smiða, hefur unnið í byggingargeiranum í …
Sigurður Gunnarsson, eigandi S.G. smiða, hefur unnið í byggingargeiranum í 25 ár, byrjaði 16 ára gamall, og er með tvo lærlinga. mbl.is/Ómar

Sigurður Gunnarsson verktaki vinnur að því að reisa átta einbýlishús í Þorrasölum í Kópavogi. Hann er hvergi banginn og segir að ávallt séu tækifæri í hvaða árferði sem er.

„Mín sérstaða liggur í því að ég er sá eini sem er að reisa einbýlishús um þessar mundir, aðrir eru að byggja blokkir,“ segir Sigurður sem hefur þegar afhent tvö hús og er við það að afhenda það þriðja.

Í umfjöllun um starfsemi Sigurðar í Morgunblaðinu í dag kemur farm, að eftirspurn er eftir einbýlishúsum á einni hæð og því hafi hann ákveðið að fara í verkefnið. Fimm vinna hjá Sigurði við að reisa húsin en vinna við fyrsta húsið hófst fyrir tveimur árum og áætlar hann að verkefnið taki sex ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK