Verst nýting á Norðurlandi vestra

Árstíðasveifla í gistiþjónustu er enn mikil hérlendis, en hún fer …
Árstíðasveifla í gistiþjónustu er enn mikil hérlendis, en hún fer þó minnkandi. mbl.is/Rax

Herbergjanýting á hótelum og gistiheimilum á Norðurlandi vestra er sú slakasta á landinu, en þar var nýtingin aðeins um 31% árið 2011. Meðalnýting yfir landið var um 46%, en hæst er hún á höfuðborgarsvæðinu, eða um 57%. Þetta kemur fram í nýútgefnu tímariti hagfræðideildar Landsbankans um ferðaþjónustu og í tölum Hagstofunnar.

Árstíðasveiflan mikil en fer lækkandi

Greiningardeildin skoðar einnig árstíðasveifluna og kemst að því að hún er á undanhaldi, en á síðustu 14 árum hefur hlutfall gistinátta á hótelum yfir sumarmánuðina miðað við aðra mánuði ársins lækkað úr 340% niður í 240%.

Árstíðasveiflan felst í því að mun fleiri erlendir ferðamenn koma hingað yfir sumarmánuðina en aðra mánuði ársins. Þessi kúfur þekkist að vísu um allan heim því þegar horft er á komur ferðamanna sést að helmingi fleiri ferðamenn eru á faraldsfæti yfir sumarmánuðina en aðra mánuði ársins.

Þetta hlutfall er þó nokkuð hærra hér á landi en hingað koma að meðaltali 2,4 sinnum fleiri ferðamenn yfir sumarmánuðina en aðra mánuði ársins. Árstíðasveiflan hér á landi er því umtalsvert meiri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK