Reksturinn í járnum og lítil uppbygging

Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna er rekstur ferðaþjónustuaðila oft í …
Þrátt fyrir mikla fjölgun ferðamanna er rekstur ferðaþjónustuaðila oft í járnum og mörg fyrirtæki hafa ekki skilað rekstrarhagnaði í fjölda ára. mbl.is/Kristinn

Það er heilmikil áskorun að reka ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi segir Gústaf Steingrímsson hjá hagfræðideild Landsbankans „og þá sérstaklega vegna þeirrar miklu árstíðarsveiflu sem er í komu erlendra ferðamanna hingað til lands“. Hann segir að arðsemin sé ágæt í stærri fyrirtækjum, en að þau minni eigi oft í miklum vandræðum. Þá sé klárt mál að stærðarhagkvæmni skipti máli í þessum geira. „Það er augljóslega betra að vera stærri á þessum markaði,“ segir Gústaf.

<span><span><span><span>Eins og kom fram í </span></span><a href="/vidskipti/frettir/2013/03/14/taprekstur_visbending_um_svarta_starfsemi/" target="_blank"><span><span>skýrslu Landsbankans</span></span></a><span><span> um arðsemi í ferðaþjónustunni, þá skilar um helmingur fyrirtækja rekstrartapi og eitt af hverjum tíu fyrirtækjum hefur verið með taprekstur síðustu 7 ár. Gústaf segir að rétt eins og eigi við um aðra atvinnustarfsemi þá eigi ekki allir erindi inn í greinina. </span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Í skýrslunni bendir bankinn einnig á að tölurnar gefi til kynna að eitthvert umfang svartrar atvinnustarfsemi sé að ræða.  „Það eru ákveðnar vísbendingar um tilvist svartrar atvinnustarfsemi, því það er svolítið sérstakt ef 10% fyrirtækja skila nánast aldrei rekstrarhagnaði yfir 7 ára tímabil. Sú spurning hlýtur að vakna hvort það geti staðist að svo háu hlutfalli fyrirtækja sé í raun haldið upp og að eigandinn greiði nánast stöðugt með rekstrinum,“ segir Gústaf.</span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span> <span><span><span><span>Hann segir heppilegt í mörgum tilfellum að sameina minni aðila, þannig megi fá meira út úr ferðamönnum, en of mikil samkeppni á þessu sviði leiðir af sér slaka arðsemi sem geti orðið ferðaþjónustunni fjötur um fót. „Hátt samkeppnisstig heldur niðri launum í greininni sem hefur hingað til ekki verið þekkt fyrir að greiða há laun“. Hann segir að meðan reksturinn sé í járnum hjá fyrirtækjunum þá verði uppbyggingin alltaf hæg og lítil enda laði slíkur rekstur ekki að sér fjármagn til uppbyggingar.  </span></span></span></span> <span><span><span><span><br/></span></span></span></span>
Erfiður rekstur leiðir af sér litla fjárfestingu í greininni.
Erfiður rekstur leiðir af sér litla fjárfestingu í greininni. mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK