Segir að riftunardómi verði áfrýjað

Fyrrverandi höfuðstöðvar Baugs.
Fyrrverandi höfuðstöðvar Baugs. Árni Sæberg

Dómi héraðsdóms Reykjavíkur um riftun á 15 milljarða greiðslum Baugs  verður áfrýjað, en dómstóllinn rifti greiðslum Baugs Group frá 11. júlí 2008 til Fjárfestingarfélagsins Gaums, Gaums Holding S.A. og Eignarhaldsfélagsins ISP og greiðslu Baugs Group frá 14. júlí 2008 til Bague S.A. Þetta segir Gísli Guðni Hall, lögmaður umræddra félaga.

Félögin fengu greiddar samtals 15 milljarða frá Baugi, en í dómnum segir að greiðslurnar hafi í raun skert eignir Baugs og raskað hagsmunum almennra kröfuhafa við slit á búi félagsins.

Þá kemur fram að greiðslurnar voru notaðar til að greiða niður skuldir félaganna hjá Kaupþingi og Kaupthing Bank Luxembourg. „Greiðslurnar leiddu því til lækkunar á skuldum félaganna og þannig til auðgunar þeirra.“

Gísli segir aftur á móti að þessar greiðslur hafi ekki leitt af sér auðgun fyrir hluthafana. „Rauði þráðurinn í vörninni í þessu máli var að þessi viðskipti sem fjallað var um hafi leitt af sér stórfellt tap fyrir hluthafa. Þess vegna var á því byggt að skilyrði til að rifta gjörningnum, með vísan til þess að þetta væri einhverskonar gjafaígildi væri ekki uppfyllt. Það þurfti að sýna fram á tjón búsins og samsvarandi hagnað hluthafanna.“ Segir hann að þessi viðskipti hafi leitt af sér stórfell tap fyrir þá sem tóku þátt.

Haft var eftir Gísla í síðasta mánuði í Morgunblaðinu að félögin yrðu gerð gjaldþrota ef málin töpuðust. Aðspurður um hvort einhverjar eignir væru í félögunum sagðist hann ekki vilja tjá sig um fjárhagsstöðu þeirra.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK