Lánakerfi sem er alltaf í jafnvægi

Danska kerfið hefur virkað í 200 ár þarlendis.
Danska kerfið hefur virkað í 200 ár þarlendis. mbl.is/Sigurður Bogi

Í Danmörku eru tveir þriðju af húsnæðislánum veitt hjá sérstökum húsnæðislánabönkum. Kerfið er orðið 200 ára gamalt og því má með sönnu segja að það hafi sannað sig sem varanlegt. Kasten Beltoft framkvæmdastjóri Realkreditforeningen í Danmörku, segir að þetta kerfi bjóði upp á gegnsæi og taki í burtu alla vaxtaáhættu.

Á fundi Samtaka fjármálafyrirtækja, ASÍ og Íbúðalánasjóðs útskýrði hann hvernig kerfið virkaði, en með hverju láni sem veitt er frá þessum húsnæðislánabönkum er annað skuldabréf með sömu skilmálum gefið út til fjárfesta með sömu skilmálum. Það þýðir að þegar lán með 12 gjalddögum á ári og föstum vöxtum er gefið út er skuldabréf með sömu ákvæðum gefið út til fjárfesta.

„Það er alltaf jafnvægi milli útgefinna lána og útgefinna skuldabréfa,“ segir Beltoft, en kerfinu fylgir aðeins vanskila og afskriftaráhætta í stað vaxtaáhættu.

Hann ítrekaði þó að nauðsynlegt væri að öflugt regluverk væri á bakvið þetta kerfi eins og er í Danmörku. Helsta vandamál þessa kerfis er þó lækkandi húsnæðisverð eins og varð eftir skuldakreppuna, en þá þarf sjóðurinn að bæta við auknu eigin fé til að eiginfjárhlutfallið sé viðunandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir