Dýrasta skipið með 7 milljarða verkefni

Skip af gerðinni Havyard 832L L WE
Skip af gerðinni Havyard 832L L WE

Íslenska olíuþjónustufyrirtækið Fáfnir Offshore ehf. hefur gert samning við norska ríkið um að þjónusta Svalbarða 180 daga á ári næstu 6 árin. Samningurinn er upp á tæplega 330 milljónir norskra króna, en það jafngildir um 7 milljörðum íslenskra króna. Í síðasta mánuði var tilkynnt um smíði skipsins, en það mun kosta um 7,3 milljarða. Er það dýrasta skip Íslandssögunnar, en um er að ræða skip af gerðinni Havyard 832L L WE og er sérstaklega gert fyrir erfiðar aðstæður á Norður-Atlantshafinu.

Hlutverk skipsins við Svalbarða verður að auka þjónustu á svæðinu, en auk þess eru tvær nýjar þyrlur settar í að þjónusta svæðið. Verður það notað við landhelgismál, koma í veg fyrir mengun, vera til taks við björgun og rannsaka umhverfismál á Svalbarðasvæðinu.

Haft er eftir Steingrími Erlingssyni, forstjóra félagsins, að þetta sé mjög spennandi samningur hjá Fáfni og að hann sé stoltur af því að fyrirtækið hafi verið valið til þessa verkefnis. Remøy management mun reka skipið á þessum tíma.

Stefnt er að afhendingu skipsins í júlí á næsta ári. Um 30 manna áhöfn verður um borð í skipinu, en það er í flokki B varðandi styrkleika (e. Ice Class B). Lengt þess er 88,5 metrar og breiddin 17,6 metrar. Þilfarið er 850 fermetrar, en skipið er sérstaklega hannað til að geta flutt birgðir til og frá pöllum á hafi úti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK