Spotify komið til Íslands

Tónlistarveitan Spotify hefur göngu sína á Íslandi í dag.
Tónlistarveitan Spotify hefur göngu sína á Íslandi í dag. AFP

Tónlistarveitan Spotify mun hefja starfsemi sína á Íslandi í dag, en um er að ræða eina stærstu þjónustu sinnar tegundar í heiminum. Frá og með deginum í dag geta tónlistarunnendur á Íslandi hlustað á yfir 20 milljónir laga þegar þeim hentar, án þess að greiða nokkuð. Hægt er að hlusta á tónlistina í tölvunni, farsíma, spjaldtölvu og hljómflutningstækjum.

Ókeypis þjónustan er veitt með stuðningi auglýsinga, en einnig er hægt að borga aukalega til að hlusta á tónlistina án auglýsinga eða til þess að fá að hlaða niður lögum. Þá auðveldar síðan notendum að uppgötva nýja tónlist með því að byggja upp samfélag notenda þar sem hægt er að skoða hvað vinirnir eru að hlusta á. 

Þjónusta Spotify er í boði í 28 löndum, en meira en 24 milljón virkir notendur eru að þjónustunni með yfir 6 milljónir áskrifendur.

Frá því Spotify var komið á laggirnar í Svíþjóð árið 2008 hafa rétthafar fengið greiddan rúmlega hálfan milljarð Bandaríkjadala. Stefnt er að því að greiðslur til rétthafa á árinu 2013 verði um hálfur milljarður Bandaríkjadala. Spotify er þegar orðinn önnur stærsta tekjulind rétthafa í stafrænni tónlist í Evrópu og stærsta og vinsælasta tónlistarveita sinnar tegundar í heiminum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK