H&M sækir á Indlandsmarkað

Hennes & Mauritz verslanirnar gætu verið á leið til Indlands, ...
Hennes & Mauritz verslanirnar gætu verið á leið til Indlands, en rætt er um 50 nýjar verslanir þar í landi. mbl.is/GSH

Sænski tískurisinn H&M stefnir á að opna 50 verslanir á Indlandi á næstu misserum, en markhópurinn er ört stækkandi millistétt í landinu. Þetta kom fram í tilkynningu frá ríkisstjórn Indlands, en H&M hefur óskað eftir að fjárfesta fyrir um 131 milljón Bandaríkjadollara í landinu.

Talsmaður H&M hefur aftur á móti tekið fram að ekki sé komið á hreint hvenær fyrsta verslunin verði opnuð, en að byrjað verði á fáum búðum og svo farið af krafti í frekari stækkun ef allt gengur vel upp.

Meðal annarra stórra verslunarrisa sem hafa tilkynnt opnun á Indlandi á næstunni er bandaríska verslunarkeðjan Walmart. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir