Evran á uppleið

AFP

Evran hefur hækkað gagnvart Bandaríkjadal á gjaldeyrismörkuðum í Asíu og er hækkunin rakin til minna atvinnuleysis í Bandaríkjunum í apríl en vænst var.

Evran er nú skráð á 1,3122 Bandaríkjadali samanborið við 1,3116 dali í New York á föstudagskvöldið. Evran er nú skráð á 130,04 jen samanborið við 129,80 jen á föstudag. Bandaríkjadalur hefur einnig hækkað gagnvart jeni er 99,10 jen samanborið við 99 jen á föstudag.

mbl.is
Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir