Ferðamenn sækja í auknum mæli í sumarhús

Búngaló hefur milligöngu um leigu á sumarhúsum um allt land.
Búngaló hefur milligöngu um leigu á sumarhúsum um allt land.

Mikil aukning hefur orðið á bókunum sumarhúsa hjá erlendum ferðamönnum. 60% viðskiptavina sprotafyrirtækisins Búngaló, sem aðstoðar íslenskar fjölskyldur við að leigja út sumarhús sín, eru erlendir. Árið 2010 þegar vefsíða Búngaló fór í loftið voru viðskiptavinirnir nær eingöngu íslenskir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en sölumet hefur nú verið slegið fjóra mánuði í röð hjá félaginu.

„Erlendir ferðamenn eru áhugasamir um að gista í íslenskum sumarhúsum og kynnast þannig íslenskri náttúru og menningu,“ segir Haukur Guðjónsson, stofnandi Búngaló. Segir hann að mörg húsanna séu nú þegar bókuð í allt sumar.

„Mikill áhugi er á að taka sumarhús til leigu í skemmri tíma. Það skapar tækifæri fyrir sumarhúsaeigendur til að leigja þau út þegar fjölskyldur þeirra eru ekki að njóta sveitasælunnar. Þannig má afla auka tekna sem getur komið sér vel, til að mynda við að mæta útgjöldum vegna sumarhússins,“ segir Haukur.

Á síðasta ári hefur salan þrefaldast og nú stefnir í að fimmti mánuðurinn í röð slái sölumet. Það þýðir að á síðustu mánuðum hefur söluaukningin numið um 13% á mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK