Segir 0,2% skattgreiðslu vera réttmæta

Eric Schmidt, forstjóri Google segir fyrirtækið gera rétt í skattamálum …
Eric Schmidt, forstjóri Google segir fyrirtækið gera rétt í skattamálum og að skattakerfið sé einfaldlega eins og það er og það geri það að verkum að þeir flytji hagnað milli landa án þess að greiða skatta þar sem skattar eru háir. JUNG YEON-JE

Forstjóri Google, Eric Schmidt, segir að fyrirtækið sé að gera rétta hluti með því hvernig það hagi skattgreiðslum sínum í Bretlandi. Google hefur verið gagnrýnt fyrir að greiða lága skatta þarlendis, meðan stærstur hluti af tekjum fyrirtækisins er sendur til Írlands, þar sem skattar á fyrirtæki eru mjög lágir.

0,2% í skatta á Bretlandi

Árið 2011 var seldi Google auglýsingar og þjónustu í Bretlandi fyrir um 3,2 milljarða sterlingspunda, eða sem nemur tæplega 600 milljörðum króna. Af þessari upphæð greiddi fyrirtækið aðeins um 6 milljónir punda í skatta, eða tæplega 0,2%. 

Á fundi með starfsmönnum Google sagði Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, að hann væri svekktur yfir þessari lágu tölu sem fyrirtækið greiddi í skatt í Bretlandi. Schmidt brást aftur á móti við þessum ummælum og sagði að Google væri að gera það sem rétt væri að gera og að það væru lönd en ekki fyrirtæki sem ákvæðu skattastefnu.

Svona virkar skattakerfið

„Öll okkar eru að starfa í skattakerfi sem hefur verið mjög langvarandi og var sett upp fyrir fjölda ástæðna sem ég og aðrir skiljum ekki, en svona virkar alþjóðlega skattaumhverfið,“ bætti Schmidt við.

Áður hafði þingkonan Margaret Hodge lýst Google sem vondu fyrirtæki í þingnefndaryfirheyrslum yfir Matt Brittin, aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Þess má geta að óformlegt slagorð Google er „ekki vera vondur“ (e. don't be evil). 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK