Bók um brotthvarf af evrusvæðinu vinsælust

Wikipedia

Bók sem fjallar um það hvers vegna Portúgal ætti að yfirgefa evrusvæðið er í efsta sæti bóksölulista í landinu um þessar mundir og skákar megrunarbókum sem gjarnan njóta mikilla vimsælda og einnig metsölubókinni Fimmtíu gráir skuggar samkvæmt frétt bandaríska viðskiptablaðsins Wall Street Journal í dag.

Bókin er eftir portúgalska hagfræðinginn João Ferreira do Amaral og hefur að sögn blaðsins kynt enn frekar undir mikilli umræðu í Portúgal um efnahagserfiðleika landsins og orsakir þeirra en margir séu þeirrar skoðunar að þeirra sé einkum að leita í aðild Portúgala að evrusvæðinu. Fram kemur í fréttinni að fleiri velti því fyrir sér hvort Portúgal eigi möguleika á að ná sér á strik efnahagslega með evruna sem gjaldmiðil.

Sjálfur er Ferreira do Amaral þeirrar skoðunar að Portúgal eigi enga möguleika á því að komast fljótt út úr þrengingunum innan evrusvæðisins. „Sem betur fer er þetta mál ekki lengur tabú og miklar umræður fara nú fram um það hér heima og erlendis. Bókin hefur nú verið prentuð fjórum sinnum og hefur verið seld í 7.000 eintökum sem þykir mikið í Portúgal þegar um er að ræða bók um hagfræði.

Veran á evrusvæðinu nýtur engu að síður mikils stuðnings í Portúgal bæði á meðal stjórnmálamanna og almennings. Síðasta skoðanakönnun sem gerða var í landinu fyrir um ári benti til þess að 72% Portúgala vildu vera áfram á evrusvæðinu en 20% segja skilið við það.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK