Andorra leggur á tekjuskatt

Forseti ríkisstjórnar Andorra Antoni Marti Petit kynnti frumvarp um tekjuskatt.
Forseti ríkisstjórnar Andorra Antoni Marti Petit kynnti frumvarp um tekjuskatt. AFP

Andorra ætlar að taka upp tekjuskatt á borgara sína í fyrsta skipti. Er þetta gert í kjölfar krafna frá nágrannalöndunum til að reyna að ná tökum á skattsvikum.

Verður frumvarp þessa efnis lagt fyrir þingið nú í júní.

Tekjuskatturinn mun í þrepum verða með svipuðum hætti í Andorra og víðast annars staðar. Í dag eru engir tekjuskattar lagðir á einstaklinga og fyrirtæki í Andorra. Andorra er landlukt furstadæmi í austurhluta Pýreneafjalla milli Frakklands og Spánar.

Þá hefur fjármálaráðherra Evrópusambandsins samþykkt að hefja viðræður við Andorra, Sviss, Liechtenstein, Mónakó og San Marínó um gagnkvæma miðlun bankaupplýsinga. 

Skattsvik eru talin kosta Evrópusambandsríkin gríðarlega fjármuni á hverju ári. Tölurnar eru svo risavaxnar að erfitt er að átta sig á þeim en talan 1 trilljón evra (milljón billjónir) hefur verið nefnd í þessu samhengi.

Sjá frétt BBC um málið í heild hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Svæði

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir