Fjölgun áskrifenda hjá SkjáEinum en færri hjá Stöð tvö

„Við erum sátt við okkar hlut,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, en samkvæmt nýrri rannsókn sem Pipar Media birtingahús hefur unnið úr neyslu- og lífsstílskönnun Capacent Gallup hefur SkjárEinn styrkt stöðu sína meðal heimila í landinu. Þannig hefur áskrifendum SkjásEins fjölgað um 1,8% frá því að sjónvarpsstöðin gerðist áskriftarstöð árið 2010. Á sama tíma hefur áskrifendum Stöðvar tvö fækkað um 8,2%. 

Samkvæmt upplýsingum frá Pipar Media er neyslu- og lífsstílskönnun Capacent Gallup gerð einu sinni á ári og send á fjögur þúsund manna úrtak en þar eru netnotendur á aldrinum 16-75 ára spurðir um tvö þúsund atriði í tengslum við daglega neyslu, tómstundir, áhugamál, viðhorf og eigur.

„Við höfum haldið okkar striki og hvort það er vegna þess að okkar undirliggjandi módel hentar eða passar betur fyrir þá sem vilja kaupa áskrift, bæði að efni til og svo náttúrlega erum við talsvert ódýrari, hvort það er það sem ræður úrslitum um þessa þróun, það get ég ekki alveg sagt til um,“ segir Friðrik um málið í Morgunblaðinu í dag og bætir við að fyrirtækið virðist vera að gera alla réttu hlutina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK