Hagnaður Haga nam 837 milljónum

Hagar eiga m.a. verslunina Hagkaup.
Hagar eiga m.a. verslunina Hagkaup. mbl.is/Golli

Hagnaður Haga á fyrsta ársfjórðungi nam 837 milljónum króna eða 4,6% af veltu fyrirtækisins. Vörusala tímabilsins nam um 18,4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Árshlutareikningur Haga fyrir fyrsta ársfjórðung 2013/14 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi í dag. Reikningurinn er fyrir tímabilið 1. mars-31. maí.

Árshlutareikningurinn hefur að geyma samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess og er hann gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Endurskoðendur félagsins, KPMG ehf., hafa hvorki endurskoðað né kannað reikninginn.

Í tilkynningu kemur fram að hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.336 milljónum króna samanborið við 1.137 milljónir króna árið áðurHeildareignir samstæðunnar námu 26.274 milljónum  í lok tímabilsins. Handbært fé félagsins nam 3.144 milljónum og eigið fé félagsins nam 9.568 milljónum króna í lok tímabilsins.

Launakostnaður hækkar um 1,8% milli ára en ef tekið er tillit til einskiptisliðar á fyrra ári hækka laun um 5% milli ára. Annar rekstrarkostnaður hækkar um 2,8% milli ára. Kostnaðarhlutfallið í heild lækkar úr 17,7% (17,4% ef tekið er tillit til einskiptisliðar) í 17,1% milli ára.

Hagnaður rekstrarársins fyrir skatta nam 1.046 milljónum króna, samanborið við 797 milljónir króna árið áður. Hagnaður eftir skatta nam 837 milljónum króna á tímabilinu, það jafngildir um 4,6% af veltu. Hagnaður eftir skatta á fyrra ári var 628 milljónir.

Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 26.274 milljónum króna. Fastafjármunir voru 12.809 milljónir króna og veltufjármunir 13.465 milljónir króna. Þar af eru birgðir 5.567 milljónir króna en birgðir hafa aukist um 9,2% frá lokum síðasta rekstrarárs. Birgðir á sama tíma í fyrra námu 4.953 milljónum króna.

Eigið fé félagsins var 9.568 milljónir króna í lok tímabilsins og eiginfjárhlutfall 36,4%.  Heildarskuldir samstæðunnar voru 16.706 milljónir króna, þar af voru langtímaskuldir 8.490 milljónir króna. Í lok maí voru 500 milljónir króna greiddar inn á langtímalán félagsins, umfram lánssamning. Nettó vaxtaberandi skuldir félagsins í lok tímabilsins voru 5.143 milljónir króna.

Handbært fé frá rekstri á tímabilinu nam 948 milljónum króna, samanborið við 1.347 milljónir króna á fyrra ári. Fjárfestingarhreyfingar tímabilsins voru 93 milljónir króna og fjármögnunar­hreyfingar 658 milljónir króna. Handbært fé í lok tímabilsins var 3.144 milljónir króna, samanborið við 2.773 milljónir króna árið áður. 



Bónus er meðal eigna Haga.
Bónus er meðal eigna Haga. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK