Ívar stjórnarformaður Gogoyoko

Ívar Kristjánsson.
Ívar Kristjánsson. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Ný stjórn var kosin á aðalfundi Gogoyoko í gær. Félagið hefur tekið miklum breytingum undanfarið m.a. með töluvert breyttu eignarhaldi. Þá hafa upphaflegir stofnendur, þeir Pétur Úlfur Einarsson og Haukur Davíð Magnússon, hafa snúið aftur til starfa.

Haukur hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri en Pétur er rekstrarstjóri og situr í stjórn félagsins. Þá hefur Aðalsteinn Pálsson, viðskiptafræðingur verið ráðinn fjármálastjóri en hann starfaði áður sem fyrirtækjaráðgjafi hjá Íslandsbanka.

Á stjórnarfundi í gær var Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs CCP, kosinn stjórnarformaður. Í stjórn eru nú auk hans Kristján Gunnar Valdimarsson, Hdl. Lögmenn Promptus, Lárus Árnason, sérfræðingur markaðsviðskipta hjá Virðingu hf., Svanhildur Haig, viðburðarstjórnandi, Pétur Úlfur Einarsson, tónlistarmaður og stofnandi  Gogoyoko. 

Í fréttatilkynningu segir að Gogoyoko hafi alla tíð unnið að tækniþróun til að skapa lausnir fyrir tónlistarfólk og tónlistarunnendur. Grunnhugsunin hefur ávallt verið „Fair Play in Music“, sem þýðir í raun ábyrg tónlistarnotkun, þ.e. að rétthafar tónlistar fái sanngjarnan hluta af dreifingu og sölu tónlistar sinnar.

Gogoyoko hefur verið að útvíkka þjónustu sína í tónlistarlausnum fyrir fyrirtæki og verslanir með streymis þjónustu sinni Selections. Ráðgert er að efla vefsíðu www.gogoyoko.com ásamt því að einfalda viðmót hennar á komandi vikum, segir í tilkynningunni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK