Stjórnarkreppa í Portúgal skekur markaði

Pedro Passos Coelho, forsætisráðherra Portúgal á fundi í Berlín í …
Pedro Passos Coelho, forsætisráðherra Portúgal á fundi í Berlín í dag. Ríkisstjórn hans riðar til falls eftir afsögn tveggja ráðherra, en það hefur haft slæm áhrif á markaði í dag. AFP

Stjórnarkreppa ríkir nú í Portúgal, en í gær sagði utanríkisráðherra landsins, Paulo Portas, af sér eftir að fjármálaráðherrann Vitor Gaspar sagði óvænt af sér deginum áður. AFP-fréttaveitan segir að talið sé líklegt að ráðherrar landbúnaðar- og félagsmála séu einnig líklegir til að segja af sér á næstunni.

Í kjölfar þessara frétta hefur hlutabréfamarkaðurinn lækkað mikið, en PSI-20 vísitalan fór niður um 5,31% í dag. Þá hækkaði ávöxtunarkrafa á 10 ára ríkisskuldabréf og fóru þau yfir 8% í fyrsta sinn síðan í nóvember.

Fréttirnar smituðu út frá sér á aðra markaði í Evrópu og voru allar tölur rauðar í lok dagsins á stærstu mörkuðum álfunnar.  

Þessi tíðindi gætu haft áhrif á 78 milljarða evra alþjóðlegan björgunarpakka sem ríkisstjórn Pedro Passo Coelho fékk árið 2011. 

Haft er eftir aðalhagfræðingi Saxo-bankans, Steen Jakobsen, að hann telji líklegt að ríkisstjórnin falli á næstu tveimur sólarhringum og að Portúgal þurfi á nýjum björgunarpakka að halda á næstu 6 mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK