Vill að Ísland taki upp bitcoin í stað krónu

Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill, en í Bandaríkjunum er hægt að …
Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill, en í Bandaríkjunum er hægt að kaupa í verslunum peninga sem heita Bitcoin. GEORGE FREY

Stjórnvöld á Íslandi búa ekki yfir nægilegri kunnáttu til að stjórna eigin gjaldmiðli og þau ættu því að leggja niður krónuna og taka upp rafræna gjaldmiðilinn bitcoin. Þetta segir Sveinn Valfells, verkfræðingur í samtali við breska blaðið Guardian.

Bitcoin er stafrænn gjaldmiðill sem var búinn til árið 2009 af Satoshi Nakamoto. Þessi gjaldmiðill er stjórnað með dreifstýrðu forriti. Bitcoin-kerfið starfar utan allra bankakerfa og tryggir algjöra „bankaleynd“ bæði um hvaða viðskipti fólk stundar sín á milli og hvað hver notandi kerfisins á margar „myntir“.

Sveinn segir í viðtalinu við Guardian frá því að afi sinni hafi stofnað steypustöð á Íslandi árið 1947. Þessi rekstur hafi gengið ágætlega, m.a. vegna þess að á Íslandi hafi lengi vel verið engin leið að geyma peninga í banka vegna mikillar verðbólgu. Ef fólk lagði peninga í banka hurfu þeir. Þess vegna hafi fólk sett peningana í steinsteypu þar sem betur gekk að láta þá halda verðgildi sínu.

Sveinn segir síðan frá því að einhver hafi fengið þá hugmynd að gefa út skírteini sem staðfestu að viðkomandi hefði greitt fyrir tiltekið magn af steinsteypu fyrirfram. Fólk sem átti peninga hefði komist að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að tryggja verðgildi fjármunanna með þessum hætti. Eitt sinn hefði Steypustöðin hf. fengið símtal þar sem spurt var hvort fyrirtækið hefði gefið út þessi skírteina. Sveinn segir að sá sem varð fyrir svörum hefði staðfesta það en spurt um leið hvers vegna væri verið að spyrja að þessu. Svarið var að eigandi þessara pappíra væri að nota þá til að borga skattaskuld.

Sveinn segir að þessi saga sýni að menn þurfi ekki alltaf að binda sig við hefðbundna gjaldmiðla þegar þeir eigi viðskipti. Hann telur að það komi vel til greina fyrir Íslendinga að hætta að nota krónu og taka upp bitcoin.

Gengi bitcoin sveiflast eins og annarra gjaldmiðla. Segja má að bankakrísan á Kýpur hafi hleypt af stað bitcoin-æði sem varð til þess að gjaldmiðillinn nærri þrefaldaðist í verði á einum mánuði. Verðgjaldið lækkaði mikið í vor en hefur síðan hækkað aftur. Í grein Guardian segir að það sem nú sé að gerast sé að fjárfestar víða um heim séu farnir að sýna þessum rafræna miðla aukinn áhuga.

Sveinn Valfells
Sveinn Valfells mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK