4G í farsímann í fyrsta sinn

Í dag hóf Nova að bjóða 4G þjónustu í farsíma, fyrst íslenskra símafyrirtækja. 4G þjónusta Nova fór í loftið 4. apríl og var þjónustan þá bundin við 4G box, hnetu eða pung og 4G spjaldtölvur. Í byrjun mánaðar hóf Nova svo 4G þjónustu í Skorradal og Grímsnesi. Akureyri bættist í hópinn í mánuðinum og innan skamms verður 4G samband í boði í Reykjanesbæ.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Nova.

Nova býður svo upp á 4G hraða í farsíma en 4G styður 10 sinnum meiri hraða en hefðbundið 3G samband, þrefalt meiri hraða en ADSL og er sambærilegt við ljósleiðara eða um 20 – 40 Mb/s hraða til notenda.

 „Fyrsti 4G farsíminn sem Nova leggur áherslu á er Samsung S4 en fljótlega mun úrval 4G farsíma aukast til muna og þróunin verða svipuð og var við breytinguna úr GSM yfir í 3G síma,“ er haft eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra Nova, í fréttatilkynningu.

 „Erlendis hafa viðtökurnar við 4G þjónustu verið mjög góðar og er netnotkun í farsímum sífellt að aukast samhliða auknum hraða og betri upplifun notenda. Núna les fólk ekki bara tölvupóst og fréttavefi í símanum heldur horfir á og sendir myndir og myndbrot úr símanum – líkt og nýlega kynnti Instagram möguleikann á að senda inn lifandi myndir en ekki bara ljósmyndir.“

 4G farsímaþjónusta kostar það sama og 3G farsímaþjónustu hjá Nova og þar sem ekki er 4G samband skiptir farsíminn sjálfkrafa yfir á 3G samband.

4G fyrir iPhone verður vonandi í boði síðar á árinu en það er undir Apple komið hvenær það gerist, segir í tilkynningu Nova.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK