Hundrað íbúðir við Smáralind

Lóðirnar fjórar eru fyrir sunnan Smáralindina. Þar gæti risið blönduð …
Lóðirnar fjórar eru fyrir sunnan Smáralindina. Þar gæti risið blönduð byggð með á annað hundrað íbúðir. Mynd/Reginn hf.

Eigendur fjögurra lóða fyrir sunnan Smáralind eiga nú í viðræðum við skipulagsyfirvöld í Kópavogi varðandi breytingu á aðalskipulagi á reitnum. Á skipulagi í dag er reiturinn ætlaður undir atvinnuhúsnæði, en í skoðun er að á nýju skipulagi verði gert ráð fyrir blandaðri byggð. Þetta gæti leitt til þéttingar byggðar á svæðinu, en með breytingunum er horft til þess að reisa nokkur á annað hundrað íbúðir.

Lóðirnar sem um ræðir eru Hagasmári 2 og 4 og Hæðarsmári 1-5 og 7-13. Þær eru fyrir sunnan Smáralind, ofan við bílastæðin í suðvestur enda verslunarmiðstöðvarinnar. Samkvæmt heimildum verður farið í að kynna breytinguna á næstunni og er gert ráð fyrir að nýtt aðalskipulag verði tilbúið öðru hvoru megin við áramótin.

Skoða tengingu við Glaðheimasvæðið

Í aðalskipulaginu verður einnig horft til Glaðheimasvæðisins, en þar voru áður hesthús. Meðal þess sem mbl.is kemst næst verður horft til þess að tengja Smáralindina, Glaðheimareitinn og Hæðasmárareitinn með einhverskonar samgöngumannvirki, en enn er ekki komið á hreint hvernig slík útfærsla yrði.

Á núverandi skipulagi er gert ráð fyrir að heildarbyggingamagn á Hæðasmára 7-13 verði tæplega 16 þúsund fermetrar og á Hagasmára 2 og 4 verði á báðum stöðum tæplega 5 þúsund fermetrar. Þessar þrjár lóðir eru í eigu Fasteignafélags Íslands, sem rann til Landsbankans eftir hrun. Er félagið í eigu Hamla, dótturfélags Landsbankans, en lóðin að Hæðasmára 1-5 er einnig í eigu Hamla.

Þrjár til sex hæðir

Enn er ekki komið í ljós hversu stórar byggingar yrðu í nýju skipulagi, en á núverandi skipulagi hefur verið horft til þess að byggingarnar séu þrjár til sex hæðir, en það er svipað og byggðin í kring.

Hannes Frímann Sigurðsson, hjá Hömlum, segir í samtali við mbl.is að Kópavogsbær hafi upphaflega komið að máli við eigendurna og viðrað þá hugmynd að breyta skipulaginu með aukna íbúðabyggð í huga. Hann segir að Hömlur hafi litið þetta jákvæðum augum og að breytingarnar séu í farvatninu.

Hann segir að undanfarnar vinnur hafi vinna farið fram þar sem ákveðin grunnhugmyndavinna hafi farið fram, svo sem varðandi hvernig slík byggð passi við núverandi innviði á svæðinu. 

Lóðirnar sem um ræðir sjást hér ofarlega til hægri, en …
Lóðirnar sem um ræðir sjást hér ofarlega til hægri, en þær eru sunnan meginn við Smáralindina. Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK