Stöðvuðu Bríó frá þátttöku í bjórkeppni

Bríó bjórinn frá Ölgerðinni var stoppaður í tolli í Þýskalandi …
Bríó bjórinn frá Ölgerðinni var stoppaður í tolli í Þýskalandi í síðustu viku. Fyrir vikið náði hann ekki að taka þátt í bjórkeppninni European Beer Star. AFP

Í síðustu viku fór fram bjórkeppnin European Beer Star, en meðal þátttakanda að þessu sinni var Ölgerðin sem skráði sig til leiks með Bríó bjórinn í flokknum „þýskur pilsner.“ Flöskurnar voru aftur á móti stöðvaðar af tollyfirvöldum í Leipzig þar sem þeim var haldið í rúmlega viku tíma með þeim afleiðingum að Bríó náði ekki til þátttöku í keppninni. 

Slík mál geta alltaf komið upp, en málið verður áhugaverðara þegar horft er til þess að Bríó vann í fyrra sama flokk í keppninni World Beer Cup. Var þar talað um hnignun pilsnerbjórgerðar í Þýskalandi og lauk heimildarþætti ZDF stöðvarinnar um stöðu bjórmála í Þýskalandi á orðunum „Hvað þá? Ísland!“ (þ. Island Bitte!), þegar tilkynnt var um sigurvegarann.

Umræddan þátt má sjá hér að neðan, en viðbrögð þularins má sjá í lok hans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrímur Hartmannsson: Ha?
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK