Högnuðust um 32,6 milljarða

mbl.is

Samanlagður hagnaður Landsbankans, Arion banka og Íslandsbanka á fyrri helmingi ársins eftir skatta var 32,6 milljarðar króna. Landsbankinn hagnaðist um 15,5 milljarða króna, Arion banki um 5,9 og Íslandsbanki um 11,2.

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi nam 4,5 milljörðum sem var í samræmi við væntingar stjórnenda bankans.

„Staða bankans heldur áfram að styrkjast. Þar skiptir miklu aukin gæði lánasafns bankans sem og fjölbreyttari fjármögnun, en mikil vinna hefur verið unnin á þessum sviðum undanfarin misseri. Þrátt fyrir góða afkomu á öðrum ársfjórðungi þá litast uppgjörið fyrir fyrstu sex mánuði ársins af uppgjöri bankans á fyrsta ársfjórðungi sem var undir væntingum. Við sjáum aukna eftirspurn eftir lánum á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er jákvæð þróun og er um að ræða ríflega 60% aukningu á nýjum lánum miðað við sama tímabil í fyrra,“ segir Höskuldur H. Ólafsson hjá Arion banka í umfjöllun um afkomu bankanna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK