Súkkulaðilyktin svífur yfir vötnum hjá Nóa

Árið 1992 flutti sælgætisgerðin Nói Síríus yfir í núverandi húsnæði á Hesthálsi, en þar hafði áður verið til húsa húsgagnagerð. Fyrirtækið framleiðir sitt eigið súkkulaði, en það er gert með að blanda saman kakósmjöri og kakómassa. Nokkuð ljóst er að slík starfsemi á sér stað innandyra þegar komið er fyrir utan fyrirtækið, en lyktin vitnar til um slíkt og óhætt er að segja að fyrirtækið dreifi örlitlu af súkkulaði til þeirra sem nærstaddir eru.

Þá eru fjölmargar einingar sem gera mismunandi tegundir af sælgæti, en meðal þeirra eru Tópas, Ópal, jólakonfektið, páskaegg, súkkulaðistangir og bökunarsúkkulaði. Mbl.is kíkti í heimsókn og skoðaði hvernig súkkulaði er framleitt og hvernig vinnustaðurinn lítur út.

Allt í allt framleiðir Nói Síríus um 300 vörutegundir. Það kom blaðamanni nokkuð á óvart hversu mörg handtök eru á bak við hvern nammibita, en fyrir heimsóknina hafði hann gert ráð fyrir að stórar vélar myndu sjá um framleiðsluna frá A-Ö. Reyndin var aftur á móti sú að mannshöndin þarf að koma töluvert að framleiðslunni, allt frá súkkulaðiframleiðslunni yfir í blöndun á fyllingum og pökkun á vörunni.

Hjá fyrirtækinu starfa um 150 manns, en þar af eru 110 í framleiðslu, að sögn Kristjáns Geirs Gunnarsson, framkvæmdastjóra markaðs - og sölusviðs. Fjölmargar mismunandi deildir eru innan framleiðslunnar, svo sem hjúpun og stimplun, en í þeirri síðarnefndu fer meðal annars fram framleiðsla á Ópal og Tópas töflunum og hlaupsælgæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK