Náttúrukort besti kosturinn

Náttúrupassi á helstu ferðamannastaði landsins er besti kosturinn til að ...
Náttúrupassi á helstu ferðamannastaði landsins er besti kosturinn til að láta ferðamenn greiða fyrir að sjá íslenska náttúru samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Boston Consulting Group. Morgunblaðið/RAX

Besta leiðin til að rukka ferðamenn fyrir að sjá og upplifa íslenska náttúru er að koma á fót 30 daga náttúrukorti sem veitir aðgang að helstu ferðamannastöðum landsins. Þetta er besta lausnin til langs tíma, hefur minni áhrif á eftirspurn eftir ferðum til landsins en almennur skattur og getur boðið upp á sanngjarna úthlutun fjármuna til ferðamannastaða í hlutfalli við þann fjölda sem kemur þangað. Þetta kemur fram í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins Boston Consulting Group um framtíð íslenskrar ferðaþjónustu.

Adam Swersky, sérfræðingur fyrirtækisins sagði að 30 daga kort væri æskileg lengd á korti fyrir ferðamenn, en að Íslendingar gætu keypt 5 ára kort, sem meðal annars væri hægt að borga fyrir í gegnum skattakerfið. Sagði hann að nauðsynlegt væri að láta Íslendinga borga fyrir slík kort líka til að mismuna fólki ekki, en að hægt væri að haga málum þannig að slíkt væri til lengri tíma án þess að brjóta gegn EES reglugerðum.

Heildartekjur af kortinu 1-8 milljarðar á ári

Til að ýta undir minni sveiflur milli sumars og vetrar sagði Swersky að hægt væri að hafa lægra verð á kortunum á veturna, en í heildina gæti kerfið skilað á bilinu 1 til 8 milljörðum í tekjur á hverju ári.

Í hugmyndum ráðgjafafyrirtækisins er gert ráð fyrir að 25% af tekjum af kortinu færu í styrktarsjóði, 25% í lágvaxtalánssjóði sem ætlaðir væru í þróunarverkefni og að byggja upp nýja ferðamannastaði. Þá færu 40% í bein framlög til staðanna í hlutfalli við komu ferðamanna og 10% í kynningu, sölu og umsýslu með kortin.

Nefndi Swersky sem dæmi að á fyrsta ári gæti staður eins og Gullfoss fengið um 90 milljónir í formi lána, beinna framlaga og styrkja til uppbyggingar á staðnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir